Hreint land, fagurt land

Ég er ekki vön að öfunda nokkurn mann,það er þá helst þegar fólk hefur skírar og fastmótaðar skoðanir á öllu, þótt ég sé einnig stundum hálfhrædd við slíkar manneskjur.

Ég veit nefnilega ekki alltaf hvað mér finnst og gef mér ekki alltaf tíma til að skoða og draga ályktanir af því sem er í umræðunni.

Klámráðstefna á Íslandi ! Ég tók eftir því strax frá upphafi fréttaflutnings, hvaða tilfinningar vakti það með mér? Dálítið skondið, kanski fáum við fullt af peningum í þjóðarbúið, þarf ég að vernda barnabörnin mín á meðan á þessu stendur? Er þetta ásættanlegt?

Ég velt þessu ekki mikið fyrir mér enda nógir í umræðunni en ég fann fljótlega að þetta hafði svipað ferli í huga mínum og stóriðjuframkvæmdir, MENGUN á landinu og eða mannlífinu.

En-  viti menn! Nú var ekki lengi verið að bregðast við mengun og áreiti af hinu slæma, ekkert klámþig í okkar góða Íslandi. Kanski er þetta það sem koma skal, við vöknum upp af vondum draumi, hættum að fljóta sofandi að feigðarósi og vökum í landinu. Höldum vörð um fagurt land og fagurt mannlíf.

Takk þjóð mín fyrir að vakna og vekja mig, saman munum geta gengið vakandi inn í framtíðarlandið okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vegið að tjáningarfrelsi og málfrelsi, til hamingju ísland!

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband