Nýtt hlutverk

Ég held hús fyrir barnabörnin mín. Nýtt hlutverk en þó gamalt.

Í eina viku bý ég í Keflavík og gæti Laufeyjar þriggja ára og Eydísar 9 ára.

Ek á milli Kef. og Reykjav. til að sækja vinnu.

Vakna kl.6 á morgnana til að undirbúa daginn og koma Laufeyju á leikskólann með tilheyrandi útbúnaði (pollagalla,ullarsokkum,stígvélum og fl.) gleymi samt oftast einhverju.

Eydís í skólann með tilheyrandi útbúnaði( leikfimi og eða sunddót, nesti og viðeigandi námsgögn.

Snyrta sjálfa mig og undirbúa mig og minn vinnudag.

Ég kem til Kef. undir kvöldmat til að útbúa kvöldmat,hjálpa til við heimanám, hlusta,lesa,baða,þvo ,laga til, svæfa og næ ekki að horfa á sjónvarp eða lesa blöðin áður en ég dett örmagna útaf.

Ég hef ekki í annan tíma gert svo margar og miklar málamiðlanir,  "læra fyrst svo Simpson" verður að  læra stærðfræði,horfa á Simpson skrifa síðan réttritunaræfingu.

Og svona mætti endalaust telja.

Ég er móðir 3ja barna sem eru öll orðin fullorðin, ég kannast ekki við að hafa aft svona mikið að gera þegar þau voru ung. Er ég búin að gleyma? eða er nútíminn svona yfirfullur af verkefnum?

Ungu athafnasömu mæður! Þig eigið aðdáun mína óskipta fyrir dugnaðinn, ég hlakka til að þegar ég get lesið blöðin áður en ég fer í vinnuna, pissað án þess að að vera ónáðuð, komið heim eftir langan vinnudag og hvílt mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband