Færsluflokkur: Dægurmál

áhyggjur

Stóriðjuver og erfðabreytt korn í ræktun.

Ímynd landsinns breytist hratt til hins verra núna.


mbl.is Ætlar að rækta erfðabreytt bygg á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálkan er rosaleg

Nú getur hún meira að segja bakkað á fólk, eins gott að vera vel á verði
mbl.is Hrasaði í hálku og varð undir bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagur

Til að fá næði og smá tíma fyrir sjálfa mig vakna ég eldsnemma á sunnudagsmorgini.

Barnabörnin taka allann minn vökutíma og ég er örmagna á kvöldin.

Það sem áður vakti hjá mér andúð og líklega fordóma- sjónvarpsgláp barna- er núna það besta sem ég veit.

Þetta byrjaði rosalega raffinerað, sameiginlegar máltíðir við eldhúsborðið, með spjalli um daginn og veginn við 3 ja ára og 9 ára telpur, núna má borði fyrir framan barnatímann og ekkert endilega hafa diskamottur undir matardiskunum.  Matarsletturnar eru hættar að fara í taugarnar á mér og ég er hætt að skipta um föt á okkur tvisvar á dag.   Þegar 3ja ára fegurðardís tekur um hálsinn á ömmu sinni smellir kossi á kinn og segir "hann amma er bestur" þá er bara gott að hafa fengið tómatsóssu og hor í kaupæti.

Foreldrarnir koma frá útlöndum á morgun, ég bæði hlakka til og kvíði fyrir.

 


Nýtt hlutverk

Ég held hús fyrir barnabörnin mín. Nýtt hlutverk en þó gamalt.

Í eina viku bý ég í Keflavík og gæti Laufeyjar þriggja ára og Eydísar 9 ára.

Ek á milli Kef. og Reykjav. til að sækja vinnu.

Vakna kl.6 á morgnana til að undirbúa daginn og koma Laufeyju á leikskólann með tilheyrandi útbúnaði (pollagalla,ullarsokkum,stígvélum og fl.) gleymi samt oftast einhverju.

Eydís í skólann með tilheyrandi útbúnaði( leikfimi og eða sunddót, nesti og viðeigandi námsgögn.

Snyrta sjálfa mig og undirbúa mig og minn vinnudag.

Ég kem til Kef. undir kvöldmat til að útbúa kvöldmat,hjálpa til við heimanám, hlusta,lesa,baða,þvo ,laga til, svæfa og næ ekki að horfa á sjónvarp eða lesa blöðin áður en ég dett örmagna útaf.

Ég hef ekki í annan tíma gert svo margar og miklar málamiðlanir,  "læra fyrst svo Simpson" verður að  læra stærðfræði,horfa á Simpson skrifa síðan réttritunaræfingu.

Og svona mætti endalaust telja.

Ég er móðir 3ja barna sem eru öll orðin fullorðin, ég kannast ekki við að hafa aft svona mikið að gera þegar þau voru ung. Er ég búin að gleyma? eða er nútíminn svona yfirfullur af verkefnum?

Ungu athafnasömu mæður! Þig eigið aðdáun mína óskipta fyrir dugnaðinn, ég hlakka til að þegar ég get lesið blöðin áður en ég fer í vinnuna, pissað án þess að að vera ónáðuð, komið heim eftir langan vinnudag og hvílt mig.


Sko til !

Þetta kallast að láta verkin tala og er eftirbreytni vert.
mbl.is Einn á hjóli hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreint land, fagurt land

Ég er ekki vön að öfunda nokkurn mann,það er þá helst þegar fólk hefur skírar og fastmótaðar skoðanir á öllu, þótt ég sé einnig stundum hálfhrædd við slíkar manneskjur.

Ég veit nefnilega ekki alltaf hvað mér finnst og gef mér ekki alltaf tíma til að skoða og draga ályktanir af því sem er í umræðunni.

Klámráðstefna á Íslandi ! Ég tók eftir því strax frá upphafi fréttaflutnings, hvaða tilfinningar vakti það með mér? Dálítið skondið, kanski fáum við fullt af peningum í þjóðarbúið, þarf ég að vernda barnabörnin mín á meðan á þessu stendur? Er þetta ásættanlegt?

Ég velt þessu ekki mikið fyrir mér enda nógir í umræðunni en ég fann fljótlega að þetta hafði svipað ferli í huga mínum og stóriðjuframkvæmdir, MENGUN á landinu og eða mannlífinu.

En-  viti menn! Nú var ekki lengi verið að bregðast við mengun og áreiti af hinu slæma, ekkert klámþig í okkar góða Íslandi. Kanski er þetta það sem koma skal, við vöknum upp af vondum draumi, hættum að fljóta sofandi að feigðarósi og vökum í landinu. Höldum vörð um fagurt land og fagurt mannlíf.

Takk þjóð mín fyrir að vakna og vekja mig, saman munum geta gengið vakandi inn í framtíðarlandið okkar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband